Flottir tónleikar í Tjarnarborg

Kirkjukór Ólafsfjarðar
Kirkjukór Ólafsfjarðar
Menningarhúsið Tjarnarborg í samvinnu við Tónskóla Fjallabyggðar stóð fyrir tónleikum í gær undir yfirskriftinni "Í anda Sigfúsar Halldórssonar". 
Líkt og titillinn ber með sér voru flutt lög eftir tónskáldið Sigfús Halldórsson sem samdi mörg af þekktustu lögum þjóðarinnar, t.d. Litla flugan, Dagný og Vegir liggja til allra átta, svo einhver séu nefnd.

Það voru eingöngu heimamenn sem komu að flutningi laganna í gær en söngdagskránin var eftirfarandi:
Ronja Helgadóttir
Ég vildi að ung ég væri rós  úr barnaleikritinu Þyrnirósu, 
Leikfélag Reykjavíkur 1939
Texti - Þorsteinn Ö. Stephensen

Svava Jónsdóttir
Lítill fugl  - Texti: Örn Arnarson
Við eigum samleið - Texti: Örn Arnarson

Þorsteinn Sveinsson
Dagný -Texti: Tómas Guðmundsson. Árni Björnsson útsetti

Þorsteinn Bjarnason
Lilja - Texti: Vilhjálmur frá Skáholti
Tondeleyó - Texti: Tómas Guðmundsson

Daníel Pétur Daníelsson og Lísa Hauksdóttir
Hvers vegna? - Texti: Stefán Jónsson
Íslenskt ástarljóð - Texti: Vilhjálmur frá Skáholti

Björn Þór Ólafsson og Stefán V. Ólafsson
Játning - Texti: Tómas Guðmundsson
Í grænum mó - Texti: Gestur Guðfinnsson

Björn Þór, Stefán V. og Guðmundur Ólafssynir
Þín hvíta mynd - Texti: Tómas Guðmundsson

Kirkjukór Ólafsfjarðar
Við tvö og blóminn - Texti: Vilhjálmur frá Skáholti
Vegir liggja til allra átta - Texti: Indriði G. Þorsteinsson
Litla flugan - Texti: Sigurður Elíasson

Kynnir  var Guðmundur Ólafsson leikari og gerði hann verkum og sögu Sigfúsar góð skil.  
Mjög vel var mætt á tónleikana, eða um 130 manns, og var ekki annað að sjá að allir hafi skemmt sér konuglega og mikil ánægja á meðal gesta með þetta framtak.
Menningarhúsið Tjarnarborg vill koma á framfæri þökkum til allra flytjenda sem og kennara við Tónskóla Fjallabyggðar sem sáu um undirleik.


Daníel Pétur og Lísa Hauksdóttir.


Bræðurnir Björn Þór, Stefán V. og Guðmundur.


Guðmundur Ólafsson leikari var kynnir kvöldsins.


Mjög góð mæting á tónleikana og mikil stemming.