Flott sýning Fjögurra kátra kvenna

Fjórar kátar konur ásamt leiðbeinandnum, Önnu Ríkharðsdóttur (önnur frá hægri)
Fjórar kátar konur ásamt leiðbeinandnum, Önnu Ríkharðsdóttur (önnur frá hægri)
Fjórar kátar konur, þær Anna Kristinsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Hugljúf Sigtryggsdóttir og  Kristín A. Friðriksdóttir sýndu í dag  Rauðhettu og úlfinn í Bláa húsinu við Rauðkutorg á Siglufirði. 
Leikskýninginn var afrakstur leiklistarnámskeiðs á vegum Símeyjar - Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar.
Sýningin heppaðist mjög vel og hlaut góðar viðtökur áhorfenda.  Að sýningu lokinni gafst áhorfendum kostur á að spyrja þátttakendur spurninga. Var m.a. spurt um upplifun þátttaenda á því að taka þátt í svona uppfærslu.  Svöruðu allir þátttakendur því til að þetta hefði gefið þeim mjög mikið og allt námskeiðið hefði verið mjög skemmtilegt.  Það skilaði sér í flottri sýningu hjá þeim "Fjóru kátu konum" í dag. 
Leiðbeinandi og leikstjóri var Anna Ríkharðsdóttir.
Kristín Friðriksdóttir lék tvö hlutverk í sýningunni. Hér er hún í hlutverki mömmu Rauðhettu.