Fjórir sóttu um starf hjúkrunarforstjóra og forstöðumanns Hornbrekku

Merki Fjallabyggðar
Merki Fjallabyggðar

Á fundi bæjarráðs þann 13. júní voru lagðar fram umsóknir umsækjenda um starf hjúkrunarforstjóra og forstöðumanns Hornbrekku. Fjórar umsóknir bárust um stöðuna en umsóknarfresturinn rann út 2. júní sl.

Umsækjendur eru:
Elísa Rán Ingvarsdóttir
Eva Björg Guðmundsdóttir
Harpa Þöll Gísladóttir
Sunna Eir Haraldsdóttir

Ein umsókn barst eftir að umsóknarfrestur rann út.

Bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar falið að taka viðtöl við umsækjendur.