Fjölskyldusirkushelgi í Fjallabyggð 4.-5. maí

Húlladúllan er stolt af því að starta hinu heilsueflandi verkefni Fjölskyldusirkushelgar í Eyþingi 2019 í hinni indælu fjallaheimabyggð sinni! Kennt er 4. og 5. maí í 12 klukkustundir alls. Heimsækið heimasíðu Húlladúllunnar til þess að skrá þátttakendur til leiks: www.hulladullan.is

Við munum njóta helgarinnar saman í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Ólafsfirði, læra nýja og spennandi hluti, hlæja, svitna og gleðjast.  Þátttökukostnaði er haldið í lágmarki en aðeins er rukkað 2000 króna skráningargjald fyrir hvern þáttakanda. Þetta er mögulegt þökk sé stuðningi Norðurorku og Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra ásamt stuðningi þeirra sveitarfélaga sem taka þátt, í formi afnota af aðstöðu.

Smellið hér til að skrá ykkur.

Þetta er skemmtilegt og spennandi verkefni sem er unnið undir formerkjum heilsueflandi nálgunar. Dagskráin er sérstaklega sniðin að því að fjölskyldan og samfélagið geti öll tekið þátt saman burtséð frá aldri og stærð.

Fjölskyldusirkushelgin felur í sér tveggja daga kennslu þar sem þáttakendur fá að prófa hinar ýmsu sirkuslistir og og sirkusáhöld undir leiðsögn tveggja frábærra kennara. Húlladúllan Unnur Máney leiðir kennsluna og með henni er Erna Héðins, kennari og markþjálfi. Kennt er í sex klukkutíma laugardag og sunnudag með klukkutíma hádegishléi hvorn dag, frá klukkan 11:00 til klukkan 17:00.

Markmið kennslunnar er að þátttakendur geti eftir að námskeiðinu lýkur nýtt sér það sem þau lærðu til að leika og njóta. Þátttakendur fá kennslugögn sem innihalda minnislista yfir þau trix sem kennd voru, leiðbeiningar um það hvaða áhöld megi nota í stað sérhæfðra sirkusáhalda og leiðbeiningar um það hvar á vefnum sé að finna góð kennslumyndbönd fyrir þau sem vilja halda áfram að bæta við þá kunnáttu sem þau öðluðust um helgina.

Hver smiðja getur tekið við 50 þátttakendum frá grunnskólaaldri og upp úr og ennþá eru laus pláss.

Tekið skal fram að ekki er nauðsynlegt fyrir þátttakendur að skuldbinda sig til að taka þátt í allri 12 tíma dagskránni heldur er velkomið að taka valda hluta dagskrárinnar, allt eftir tíma, áhugasviði og úthaldi hvers og eins. 

Fjölskyldusirkushelgi í Fjallabyggð - dagskrá