Fjölskylduleikur Síldarævintýris á Siglufirði

Fjölskyldurleikurinn Hver býr hér?
Fjölskyldurleikurinn Hver býr hér?

Dregið hefur verið í Hurðarleiknum „hver býr hér“ sem fram fór á Siglufirði yfir verslunarmannahelgina. Þátttaka var mjög góð enda leikurinn skemmtilegur fjölskylduleikur sem allir gátu tekið þátt í. Samtals bárust 117 svör og af þeim voru 80 með allar hurðirnar réttar.

Tveir ljónheppnir þátttakendur hafa verið dregnir út og fá þau gjafabréf á Veitingastaðinn Torgið hér á Siglufirði. Vinningshafarnir eru þau Þórir Stefánsson og Arna Sverrisdóttir.

Óskum við þeim innilega til hamingju.