Fjölmenningarhátíð á Ólafsfirði

Í tilefni af kynningarviku Rauða krossins stóð Ólafsfjarðardeild fyrir fjölmenningarkvöldi í Tjarnarborg. Um 150 manns, af níu þjóðernum, mættu á hátíðina, sem er tæplega 20% af íbúum Ólafsfjarðar.

Fyrir utan íslenskan mat var boðið upp á mat frá Þýskalandi, Tékklandi og Póllandi og tónlistaratriði komu víða að. Krakkarnir í 3. bekk grunnskólans sungu Meistari Jakob á þremur tungumálum, söngur og gítarspil frá Þýskalandi, söngur frá Póllandi og harmonikkuleikur frá Eistlandi.

Auk ofantalinna skipa Ólafsfirðingar einnig íbúum frá Bretlandi, Brasilíu, Ungverjalandi, Slóvakíu og Bosníu-Hersegoveníu.

Hægt er að sjá myndir af hátíðinni ásamt öðrum atburðum kynningarviku með því að smella hér.   
(myndir frá Ólafsfirði byrja nr. 13)