Fjöldi ferðamanna á upplýsingamiðstöðvum

Mynd: Steingrímur Kristinsson
Mynd: Steingrímur Kristinsson

Á fundi markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar í gær, 8. október, lagði Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafnsins fram upplýsingar um komur ferðamanna á upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar en þær eru starfræktar í húsnæði bókasafnanna. Á tímabilinu 15. maí til 30. september komu 1.788 ferðamenn á upplýsingamiðstöðvarnar þar af voru 1.655 erlendir ferðamenn. Á upplýsingamiðstöðina Siglufirði komu 1.493 ferðamenn og 295 í Ólafsfirði. Erlendir ferðamenn komu frá 32 þjóðlöndum og voru Frakkar og Þjóðverjar fjölmennastir.
Til samanburðar kom 891 ferðamaður á upplýsingamiðstöðina Siglufirði sumarið 2014 og 657 í Ólafsfirði þannig að heildaraukning á milli ára er rúm 15%.