Fjölbreyttir hæfileikar hjá nemendum grunnskólans

Allir fengu viðurkenningu
Allir fengu viðurkenningu

Í gær stóð Grunnskóli Fjallabyggðar fyrir hæfileikakeppni fyrir nemendur í 1. - 7. bekk. Keppnin fór fram í Tjarnarborg.
Alls tóku þátt rúmlega 30 nemendur í 23 atriðum.
Atriðin voru fjölbreytt; söngur, dans, hljóðfæraleikur og brandarar voru sagðir.
Ljóst er að allir þátttakendur geta verið stoltir af sínu atriði enda þarf töluvert hugrekki til að koma fram fyrir fullum sal af fólki.

Veitt voru verðlaun fyrir einstaklingsatriði og einnig hópatriði. Dómnefndin, sem var skipuðu þeim Guðmundi Ólafssyni, Svövu Jónsdóttur og Hólmfríði Ósk Norðfjörð, komust að endingu að sameiginlegri niðurstöðu og hlutu eftirtalin atriði viðurkenningu.
Hópatriði: Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Sigríður Birta Skarphéðinsdóttir fyrir dansatriði
Einstaklingsatriði:  Tinna Hjaltadóttir, Unnsteinn Sturluson og Ronja Helgadóttir

Allir þátttakendur fengu svo rós fyrir frammistöðu sína á þessum viðburði.
Hæfileikar grunnskólabarna í Fjallabyggð eru fjölbreyttir og verður gaman að fylgjast með þessum snillingum í framtíðinni.

Það voru kennarar tónskólans, þeir Þorsteinn Sveinsson og Guðmann Sveinsson sem aðstoðuðu við undirleik í flestum tónlistaratriðum. Guðrún Unnsteinsdóttir aðstoðarskólastjóri stýrði samkomunni.

Sigurvegarar í hópatriði hæfileikakeppninnar
Sigríður Birta og Hrafnhildur Edda sýndu dans.

Sigurvegarar í einstaklingskeppninni
Tinna, Unnsteinn og Ronja