Fjölbreytt dagskrá um páskana

Það er ekki hægt að segja annað en það verði mikið um að vera í Fjallabyggð um páskahátíðina. Ljósmyndasýning, gjörningahátíð, tónleikar, dansleikir, fjölbreytt skemmtun og síðast en ekki síst nægur snjór og skemmtilegheit á skíðasvæðum Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskrá þessa hátíðardaga í Fjallabyggð má sjá með því að smella hér 

Dagskránni verður dreift í öll hús í Fjallabyggð með Tunnunni nk. miðvikudag.

Vakin er athygli á því að Kaffi Rauðka verður opin til miðnættis þann 5. apríl en ekki til kl. 20:00 eins og stendur í prentaðri dagskrá.

Páskafjör í Fjallabyggð