Fjárréttir í Fjallabyggð 2014

Þessar munu vonandi skila sér í rétta rétt.  Mynd: Daníel Pétur Daníelsson.
Þessar munu vonandi skila sér í rétta rétt. Mynd: Daníel Pétur Daníelsson.
Fjárréttir í Fjallabyggð verða nú í september sem hér segir:
Reykja­rétt í Ólafs­firði miðvikudaginn 10. og fimmtudaginn 11. sept.

Héðins­fjarðarrétt í Héðins­firði föstudaginn 19. og sunnudaginn 21. sept.

Ósbrekku­rétt í Ólafs­firði föstudaginn 19. og laugardaginn 20. sept.

Siglu­fjarðarrétt í Sigluf­irði laugardaginn 20. sept.

Rétt er að vekja athygli á því að dagsetningar gætu breyst ef veðurfar leyfir ekki fjárrekstur.  Ekki eru komnar tímasetningar á réttirnar en verða þær settar inn þegar nær dregur.

Á heimasíðu Bændablaðsins er hægt að nálgast kort er sýnir fjárréttir á landinu.