Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar

Á mánudaginn var fyrri umræða í bæjarstjórn um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2015 og þriggja ára áætlun 2016 - 2018. Meðal þess sem fram kom var:
- Að rekstrarniðurstaðan er jákvæð um 3,6% á árinu 2014 og 2015. 
- Að rekstrarniðurstaðan verði jákvæð öll árin til 2018. 
- Að veltufé frá rekstri var 14,8% árið 2014 en verður 13,3% á árinu 2015.
- Að veltufé frá rekstri er jákvætt öll árin til 2017 eða yfir 13%.
- Að skuldir greiðast niður um 66 m.kr. á árinu 2015 og lækka árin þar á eftir.
- Að til fjárfestinga verði varið um 180 m.kr. á árinu 2015.
- Að til fjárfestinga verði varið um og yfir 180 m.kr. á árunum 2016 – 2018.
- Að lántaka verði engin á árunum  2015 - 2018. 
Nema að ráðist verði í framkvæmdir við frárennsli og/eða Hafnarbryggju.
- Samtala rekstrarniðurstöðu verði öll árin jákvæð.

- 2015 verður rekstrarniðurstaðan um 72,6 m.kr.
- 2016 verður rekstrarniðurstaðan um 70,2 m.kr.
- 2017 verður rekstrarniðurstaðan um 73.8 m.kr.
- 2018 verður rekstrarniðurstaðan um  59,1 m.kr. 

- Álagning fasteignaskatts er óbreytt á milli ára. 
- Sorphirðugjöld hækka um verðlagsforsendur  
- Þjónustutekjur hækka um verðlagsbreytingar.
- Lögð er áhersla á að aðhalds sé gætt á öllum sviðum, þar með yfirstjórn.

Stefnuræðu bæjarstjóra með fjárhagsáætlun 2015 sem flutt var við fyrri umræðu á mánudaginn má nú lesa hér á heimasíðunni.
Er undir útgefið efni.