Fjárhagsáætlun 2015 - viltu hafa áhrif?

Nú þegar vinna við fjárhagsáætlunargerð bæjarsjóðs fyrir árið 2015 og þriggja ára áætlun (2016 - 2018) er að fara í gang óskar bæjarstjóri Fjallabyggðar eftir tillögum frá bæjarbúum 
um verkefni sem hugsanlega er hægt er að hrinda í framkvæmd á þeim sviðum sem bæjarfélagið vinnur að. Má þar nefna verkefni á sviði; umhverfis-, skipulags-, menningar-, íþrótta-, æskulýðs- fræðslu- og félagsmála.
Ef þú hefur góða hugmynd að verðugu verkefni samfélaginu til heilla þá vinsamlegast sendu tölvupóst á bæjarstjóra, Sigurð Val Ásbjarnarson; sigurdur@fjallabyggd.is fyrir 19. september nk. Allar tillögur verða lagðar fyrir bæjarráð til kynningar.  

Viðtalstímar bæjarstjóra eru sem hér segir:
Ólafsfjörður; miðvikudaga milli kl. 09:30 - 12:00
Siglufjörður; þriðjudaga milli kl. 09:30 - 12:00