Fjallabyggð sigraði Fjarðabyggð í Útsvari

Lið Fjallabyggðar sigraði lið Fjarðabyggðar í spurningaþættinum Útsvari síðastliðinn föstudag með 73 stigum gegn 55. Í liði Fjallabyggðar voru Inga Eiríksdóttir, Þórarinn Hannesson og Guðmundur Ólafsson og nutu þau dyggrar aðstoðar Þóris Jónssonar, grunnskólakennara. Í liði Fjarðabyggðar voru Kjartan Bragi Valgeirsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Einar Ágúst Víðisson.

Hægt er að horfa á þáttinn á vefsvæði Ríkisútvarpsins.