Fjallabyggð óskar Elínu til hamingju með daginn

Elín Jónasdóttir að Suðurgötu 68 á Siglufirði er 100 ára í dag 16.maí. Elín fæddist í Efri-Kvíhólma undir Vestur-Eyjafjöllum og ólst þar upp í faðmi stórrar fjölskyldu. Foreldrar hennar voru þau Jónas Sveinsson, bóndi, og Guðfinna Árnadóttir,húsfreyja. Systkini Elínar voru 8 og eru tvær systurnar enn á lífi, þær Elín og Guðný Bergrós, sem er á dvalarheimilinu Vík í Mýrdal. Skemmtilegt viðtal við Elínu birtist í dag í Morgunblaðinu á bls. 8