Fjallabyggð í Útsvari í kvöld

Eins og flestir vita er spurningakeppnin Útsvar hafin aftur í Sjónvarpinu. Lið Fjallabyggðar er auðvitað klárt í slaginn. Liðskipan er töluvert breytt frá því í fyrra þar sem Guðmundur Ólafsson og Þórarinn Hannesson gáfu ekki kost á sér í liðið að þessu sinni. Í þeirra stað koma Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólastjóri Ólafsfirði og Birkir Jón Jónsson alþingismaður frá Siglufirði. Inga Eiríksdóttir er því ein eftir úr upprunalega liðinu.
Fyrsta viðureign liðsins verður við lið Akureyrar í kvöld. Lið Fjallabyggðar á harma að hefna og eru íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að styðja sitt lið og senda því jákvæða strauma.
Við minnum á að hægt er að fylgjast með keppninni í sjónvarpssal með því að skrá sig hér.