Fjallabyggð býður í ræktina og sund

Opið hús verður í tækjasalina á Siglufirði og Ólafsfirði laugardaginn 6. október nk. (leiðbeinendur verða á Siglufirði frá 10-13) Í tengslum við alþjóðlega Hjartadaginn mun Fjallabyggð stuðla að hreyfingu og heilbrigði með því að bjóða frítt í tækjasal og sund laugardaginn 6. október. Opið er frá 10-14 Einnig verður frítt í sund þennan dag í tengslum við alþjóðlega Hjartadaginn (sem var reyndar 30. sept sl.)