Fjallabyggð útvegar nemendum ritföng

Grunnskóli Fjallabyggðar afhendir nemendum ritfangapakka að gjöf frá sveitarfélaginu við skólabyrjun haustið 2020. Ætlast er til þess að nemendur í 1.-5.bekk geymi og noti ritföngin í skólanum og fá þau körfu undir þau. 

Einnig fá þau rennda plastvasa með blýanti, strokleðri og litum sem að þau hafa í skólatöskunni og geta þá notað heima

Nemendur í 6.-10. bekk halda sjálf utan um þessi ritföng. Glatist eða skemmist þessi ritföng þurfa foreldrar að útvega önnur í staðinn. Ritfangapakkinn er svipaður milli árganga og felur í sér skriffæri, stíla-og reikningsbækur, skæri, teygjumöppu, tréliti, reglustikur o.s.frv. eftir þörfum hvers árgangs.

Sjá heimasíðu Grunnskóla Fjallabyggðar