Fjallabyggð úr leik í Útsvari

Lið Fjallabyggðar tók þátt í annarri umferð Útsvars sl. föstudag. Mótherjar voru Hafnarfjörður og unnu þeir lið Fjallabyggðar með 83 stigum gegn 57. Keppnin var mjög jöfn og spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á allra síðustu spurningunum.

Fjallabyggð hefur þá lokið þátttöku í Útsvari þennan veturinn. Lið Fjallabyggðar skipuðu; Halldór Þormar Halldórsson, Guðrún Unnsteinsdóttir og Jón Árni Sigurðsson og hafa þau öll staðið sig virkilega vel og verið sjálfum sér og sveitarfélaginu til sóma.

Að þessu sinni voru það fyrirtækin  Fríða Súkkulaðikaffihús, Veitingastaðurinn Torgið og Sigló Hótel sem gáfu veglega vinninga til þátttakenda Hafnarfjarðar. Fá þau bestu þakkir fyrir.