Fjallabyggð - Reykhólahreppur í Útsvari

Fjallabyggð tekur nú að nýju þátt í sjónvarpsþættinum Útsvar á RÚV eftir árs fjarveru.
Á morgun, föstudaginn 13. nóvember, er komið að Fjallabyggð að keppa og eru mótherjar Reykhólahreppur.

Lið Fjallabyggðar er þannig skipað:
Halldór Þormar Halldórsson, umsjónarmaður sérverkefna hjá Sýslumanni Norðurlands eystra.
Guðrún Unnsteinsdóttir kennari við Grunnskóla Fjallabyggðar og
Ólafur Unnar Sigurðsson starfsmaður hjá Samkaup úrval Siglufirði.

Útsending á RÚV hefst kl. 20:40

Útsvarslið Fjallabyggðar 2015

Útsvarslið Fjallabyggðar 2015: Halldór, Guðrún, Ólafur.