Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í dælubrunna og fleira

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í eftirfarandi verk: 

Fráveita 2016
- Skolpdælubrunnar
- Vél-, raf- og stjórnbúnaður

Verkið felst í útvegun og uppsetningu skolpdæla, rafbúnaðar og stjórnbúnaðar á samt tilheyrandi tengilögnum í þrjá steinsteypta dælubrunna á Ólafsfirði og Siglufirði. Brunnarnir eru að mestu niðurgrafnir með þurruppstilltum dælum í rými sem jafnframt hýsir raf- og stjórnbúnað.

Helstu magntölur eru:
· Skolpdælur Afköst 30 l/sek 2 stk.
· Skolpdælur Afköst 6 l/sek 2 stk.
· Skolpdælur Afköst 5 l/sek 2 stk.
· Lensidælur Afköst 0,5 l/sek 3 stk.
· Stýri- og rafkerfi í 3 brunna 3 stk.

Beiðni um útboðsgögn skal senda á netfangið utbod@vso.is með upplýsingum um nafn þess sem óskar eftir gögnunum, síma, heimilisfang og netfang

Tilboðum skal skilað á skrifstofur Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði, eigi síðar en 12. apríl 2016 kl. 14:00 þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

Ármann Viðar Sigurðsson
Deildarstjóri tæknideildar