Fjallabyggð hefur samið við HBA um viðbótarferðir í frístundaakstri

Fjallabyggð hefur samið við HBA um viðbótarferðir í frístundaakstri.

Á þriðjudögum og fimmtudögum bætast við tvær ferðir vegna frístundaaksturs og er tilgangurinn að koma til móts við iðkendur íþróttafélaga sem stunda æfingar seinnipart þessa daga. Ferðirnar eru engu að síður opnar öllum íbúum Fjallabyggðar og ferðamönnum sem þær vilja nýta.

Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar óskaði eftir þessum viðbótarakstri sem sveitarfélagið hefur nú orðið við með fyrrnefndum samningi. Samningur um viðbótarferðir í frístundaakstri er gerður til reynslu fram að áramótum.

Akstur á viðbótarferðunum hefst þriðjudaginn 25.september nk.

Tímasetning viðbótarferðanna er sem hér segir:
Frá Siglufirði kl. 17:15
Frá Ólafsfirði kl. 17:50

Uppfærð tímatafla: