Fjallabyggð gerir kröfur um aukið öryggi farþega skólabíls

Í nýjum samningi við Hópferðabíla Akureyrar um skóla- og frístundaakstur fyrir tímabilið 2017-2020 er gert ráð fyrir auknu öryggi farþega skólabílsins. Í síðasta lagi um áramót verða öll sæti í skólabílnum með 3ja festu mjaðma- og axlarbeltum og börn sem ekki hafa náð 135 cm hæð munu sitja á bílsessum með baki sem Fjallabyggð útvegar í bílinn. Fjallabyggð tekur þátt í kostnaði við að skipta um sæti í bílnum á móti fyrirtækinu.

Með þessum samningi gerir Fjallabyggð ríkari kröfur til öryggis farþega í skólabílnum umfram þær kröfur sem fram koma í reglum um skólaakstur nr. 656/2009 og reglugerð um notkun öryggis- og verndarbúnaðar í ökutækjum nr. 348/2007.