Fjallabyggð burstaði Seltjarnarnes

Lið Fjallabyggðar í Útsvari 2016
Lið Fjallabyggðar í Útsvari 2016

Lið Fjallabyggðar gjörsigraði Seltjarnarnes í Útsvari.

Þau Halldór Þormar, Guðrún og Jón Árni mættu til leiks í Útsvar í fyrsta sinn þennan veturinn föstudagskvöldið þann 11. nóvember og voru andstæðingarnir lið Seltjarnarnes, skipað þeim Karli Pétri Jónssyni, Sögu Ómarsdóttur og Stefáni Eiríkssyni.

Okkar fólk fór vel af stað, tóku forystuna fljótt og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur urðu 88-53.

Samkvæmt venju voru andstæðingum færðar gjafir úr heimabyggð í lok þáttar sem að þessu sinni voru;

- Gjafabréf frá Sigló hótel, gisting með morgunverði.
- Gjafabréf frá veitingahúsinu Torginu, Siglufirði.
- Handverk og hönnun frá listakonunum í Gallerí Uglu í Ólafsfirði. 

Eru þessum aðilum færðar bestu þakkir fyrir þeirra framlag tengt þátttöku Fjallabyggðar í Útsvari.

Óskum við þremenningunum okkar innilega til hamingju með sigurinn.