Fjallabyggð á samfélagsmiðlum

Fjallabyggð hefur stofnað Twitter aðgang og mun þar miðla upplýsingum og fréttum úr bæjarlífinu.

Fjallabyggð er einnig á Facebook og er þar birt allt efni sem birtist á heimasíðu Fjallabyggðar ásamt fréttum og viðburðum annarra aðila sem starfa í Fjallabyggð.  Markmið með síðunni er að auka á upplýsingastreymi til íbúa og gesta.  

Bæjarbúar sem og aðrir geta tekið virkan þátt í umræðunni í samfélaginu með því að deila efni eða öðru sem þeir hafa til málanna að leggja.
Ekki gleyma að setja (myllumerkið) #fjallabyggd, #siglufjordur, #olafsfjordur, #hedinsfjordur við myndirnar ykkar þegar þið notið Instagram því við erum þar líka. Myllumerkið eykur sýnileika og áhuga allra á fallegu Fjallabyggð.