Fjallabyggð á Facebook

Sveitarfélagið Fjallabyggð er nú komið með síðu á samfélagsmiðlinu Facebook.  Markmið með síðunni er að auka á upplýsingastreymi til íbúa sveitarfélagsins.
Síðan sem er svokölluð "like"-síða er í raun nokkurs konar framlenging á heimasíðu bæjarins. Þar birtum við allt efni sem birtist á aðalsíðunni og bæjarbúar sem og aðrir geta tekið virkan þátt í umræðunni með því að deila efni með okkur hinum eða öðru sem þeir hafa til málanna að leggja. Slóðin er www.facebook.com/fjallabyggd