Fimm sóttu um stöðu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála

Á fundi bæjarráðs þann 30. maí voru lagðar fram umsóknir umsækjenda um starf deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála en umsóknarfrestur rann út 24. maí sl. Fimm umsóknir bárust um stöðuna.

Eftirtaldir sóttu um starfið:

Benjamín Bruno Pagel
Herbert Ingi Sigfússon
Ríkey Sigurbjörnsdóttir
Valdimar Hermannsson
Þorgils Gíslason

Einn umsækjandi Ríkey Sigurbjörnsdóttir, uppfyllti auglýst ráðningarskilyrði. Bæjarráð samþykki að fela bæjarstjóra, varaformanni bæjarráðs og deildarstjóra félagsmáladeildar að ræða við Ríkeyju. 

Á fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar þann 6. júní sl. var samþykkt samhljóða að ráða Ríkeyju Sigurbjörnsdóttur sem deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og mun Ríkey hefja störf þann 1. ágúst nk.