Fimleikar í Fjallabyggð

Fimleikastúlka
Fimleikastúlka
Framboð af íþróttum fyrir börn og ungmenni í Fjallabyggð er að fjölga þar sem auglýst hefur verið að fimleikaæfingar séu nú að hefjast í Ólafsfirði. 
Kennt verður í 3 hópum, 4 - 6ára (2008-2010), 7-12 ára og svo 13-16 ára. Einnig verður boðið upp á fullorðinshóp ef næg þátttaka fæst. Það er aldrei of seint að byrja segir í fréttatilkynningu. Fyrsti tíminn verður miðvikudaginn 17. sept. en kennt verður á miðvikudögum og laugardögum.

Æfingar verða því sem hér segir;
Yngsti hópur, 4 - 6 ára: Miðvikudagar kl. 16:00 - 17:00 og laugardagar kl. 09:00 - 10:00
7 - 12 ára (2. - 7. bekkur): Miðvikudagar kl. 17:00 - 18:00 og laugardagar kl. 10:00 - 11:00
13 - 16 ára (8. - 10. bekkur): Miðvikudagar kl. 18:00 - 19:00 og laugardagar kl. 11:00 - 12:00

Kennt verður til 13. desember og kostar önnin 12.000kr., systkinaafsláttur er 30%. Hægt er að velja bara annan daginn en þá er verð 6.000kr og verður þá að taka það fram við skráningu.

Þjálfarar eru Hafþór Eggertsson, fimleikadrengur, og Lísebet Hauksdóttir íþróttafræðingur.
Skráning er í síma 8642907 eða á fésbókinni hjá Lísu.