Ferðaþjónustunámið byrjar 23. febrúar

Verið er að leggja síðustu hönd á skipulagningu ferðaþjónustunámsins sem bjóða á uppá í Námsverinu á Dalvík. Námið verður kennt á laugardögum og fyrir það fást fimm framhaldsskólaeiningar. Ennþá eru örfá sæti laus í þetta námskeið sem hefur fengið mikið lof þar sem það hefur verið kennt. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á hildur@dalvik.is