Ferðahegðun Íslendinga á Norðurlandi

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 27. nóvember styrk til Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála vegna könnunar á ferðahegðun Íslendinga yfir sumartímann á Norðurlandi.


Á síðasta ári studdi Fjallabyggð svipað verkefni sem rannsakaði ferðahegðun Íslendinga um Norðurland á veturna. Þeirri rannsókn er lokið og hægt er að skoða niðurstöður á heimasíðu þeirra http://www.fmsi.is/

Í þeirri könnun kemur m.a. fram að slíkar ferðir vara að meðaltali 2 – 4 daga og meðal útgjöld vegna gistingar, fæðis og afþreyingar væru tæpar 27.700 kr. Einnig kemur fram í könnuninni að um 40% svarenda höfðu farið norður á síðasta vetri, flestir höfðu gist í heimahúsi hjá vinum og ættingjum, en hátt hlutfall ferðamanna á Norðurlandi hafði farið Norður í þeim tilgangi að heimsækja vini og ættingja.