Fækkun gistinátta á tjaldsvæðum Fjallabyggðar

Frá tjaldsvæðinu í Ólafsfirði nú í sumar
Frá tjaldsvæðinu í Ólafsfirði nú í sumar

Á fundi markaðs- og menningarnefndar í gær voru lagðar voru fram skýrslur rekstraraðila tjaldsvæða Fjallabyggðar sumarið 2015. Á Siglufirði voru gistinætur 3.673 sem eru tæplega 1.200 færri en sumarið 2014. Í Ólafsfirði voru gistinætur 227 á móti 795 sumarið 2014.
Meginástæða fækkunar gistinátta á tjaldsvæðunum var mjög óhagstætt veðurfar á Norðurlandi sem gerði það að verkum að allavega íslenskir ferðamenn voru ekki eins mikið á ferðinni. Í Ólafsfirði má einnig rekja fækkun til lokunar á stórum hluta svæðisins vegna framkvæmda og á Siglufirði voru gestir á Pæjumótinu umtalsvert færri en árið áður sem hefur sitt að segja. Markaðs- og menningarnefnd þakkar rekstraraðilum fyrir greinargóðar skýrslur. Nefndin leggur til að gengið verði til viðræðna við rekstaraðila um áframhaldandi umsjón með tjaldsvæðum ef kostur er.