Fáðu þér G-Vítamín!

Frítt inn á valin söfn í samstarfi við sveitarfélög um land allt miðvikudaginn 10. febrúar.

Geðhjálp stendur fyrir átakinu G-Vítamín á þorra þar sem verndandi þáttum geðheilsu er gefinn gaumur.

Alla daga þorrans er bent á eina aðgerð á dag sem nota má sem G-vítamín.

Miðvikudaginn 10. febrúar er G-vítamín dagsins að „Gleyma sér“.  Því er tilvalið að fara á safn sem er góð leið til að gleyma sér og njóta menningar og listar í leiðinni. 

Endilega nýtið tækifærið, ef ekki á þeim degi, þá þegar hentar. Það er verðmætt að leyfa sér að gleyma sér. Frekari upplýsingar um söfn sem taka þátt á gvitamin.is. Það þarf ekki að skrá sig til að fá aðgang að söfnunum.  

Viltu meira G-Vítamín?
Á gvitamin.is er hægt að skrá sig og fá heilræði dagsins send í tölvupósti allan þorra ásamt möguleika á fjöldanum öllum af geðbætandi vinningum sem dregnir eru út daglega.

Söfn og setur í Fjallabyggð taka þátt í átakinu og bjóða gesti velkomna miðvikudaginn 10. febrúar nk.

  • Síldarminjasafn Íslands, Snorragata 10, Siglufirði. Opnunartími kl. 13:00 - 16:00
  • Saga-Fotografica, Ljósmyndasafn, Vetrarbraut 17, Siglufirði. Opnunatími kl. 16:00 - 18:00
  • Pálshús, Strandgata 4, Ólafsfirði. Opnunartími kl. 14:00 - 17:00
  • Ljóðasetur Íslands, Túngata 5, Siglufirði. Opnunartími kl. 15:00 - 18:00
  • Kompan Alþýðuhúsinu, Þormóðsgötu  11-15, Siglufirði. Opnunartími kl. 14:00 - 17:00
  • Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar, Norðurgata 1, Siglufirði. Tónleikar kl. 20:00