Evrópa - Siglufjörður!

Í kvöld, föstudaginn 9. maí mun Stefán Már Stefánsson prófessor í Evrópurétti halda fyrirlestur um Evrópumálin í Lionshúsinu kl. 20:00-22:00. Þar mun hann m.a. ræða um sjávarútvegsmálin, landbúnaðarmálin, peningamálastefnuna, stöðu smáríkja innan ESB, EES samninginn og fl. Í framhaldi af því mun hann svo svara spurningum gesta. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Lagadeildar Háskóla Íslands og er áhugafólk eindregið hvatt til að mæta, hlusta og spyrja prófessorinn enda um einstakan viðburð á landsbyggðinni að ræða.