Ný heimasíða Bandývinafélags Ólafsfjarðar

Vefur Bandývinafélags Ólafafjarðar
Vefur Bandývinafélags Ólafafjarðar
Heimasíða Bandývinafélags Ólafsfjarðar sem Fjallabyggð færði félaginu að „gjöf“ er nú komin upp. Enn sem komið er bara síðasta mót komið inn en það stendur til bóta, innan stutts tíma verður öllum mótum gerð skil á síðunni í myndum og máli.

Myndirnar sem hægt er að skoða á síðunni eru langflestar teknar af þeim Guðnýju Ágústsdóttur og Magnúsi A Sveinssyni. Vefurinn er undirvefur vefsvæðis Fjallabyggðar og útlit hans er byggt á viðmóti Fjallabyggðarvefjarins. Þess má geta að félagasamtök og aðstandendur viðburða í Fjallabyggð geta sótt um slíka vefi til að kynna starfsemi sýna.

Vefur Bandývinafélagsins er á slóðinni http://bandy.fjallabyggd.is