Einangrun Héðinsfjarðar hefur verið rofin

Fyrsti Siglfirðingurinn fór á þriðjudaginn til fjarðarins um hin nýju jarðgöng og kom það í hlut Jónínu Magnúsdóttur formanns bæjarráðs Fjallabyggðar. Með í för voru nokkrir starfsmen vegagerðarinnar og Metrostaf, auk Karls Eskils Pálssonar fréttamanns Rúv. Farið var akandi í þriggja bíla lest. Jónína segir að göngin hafi verið upplýst alla leið með bráðabirgðalýsingu og vegurinn ótrúlega sléttur. Hún segir hann hafa svipað til þjóðveganna þegar hún var krakki, nema heldur blautari. Göngin virtust jafnbreið allt til enda og gangnamunninn Héðinsfjarðarmegin nánast frágeng. Jónína segir þetta hafa verið skemmtilega upplifun sem hún eigi seint eftir að gleyma.