Sigrún „Maður mánaðarins“ hjá Kaupmannafélagi Siglufjarðar

Sigrún Ingólfsdóttir (mynd SK)
Sigrún Ingólfsdóttir (mynd SK)
Á mánudag útnefndi Kaupmannafélag Siglufjarðar Sigrúnu Ingólfsdóttur, verkstjóra Vinnuskólans á Siglufirði sem „Mann ágústmánaðar“ fyrir mikinn dugnað og atorku í starfi sínu fyrir Vinnuskólann. Sigrún hefur, ásamt unglingunum sem hún stjórnaði, vakið athygli fyrir mikil afköst og snyrtilegan frágang þeirra verkefna sem þau tóku fyrir. Kaupmannafélagið afhenti Sigrúnu viðurkenningarskjal og blómvönd í viðurkenningarskyni.

"Þetta var raunar ekkert erfitt, góðir flokkstjórar og ekki hvað síst, þá hefi ég hefi þekkt alla þessa krakka frá því þau voru 6 ára, fyrst í leikskólanum, síðan í barnaskólanum og nú í unglingavinnunni. Þetta voru samviskusamir og duglegir krakkar", sagði Sigrún og þakkaði fyrir sig.

Við óskum Sigrúnu til hamingju með titilinn.