Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2021

Fjallabyggð leitar til íbúa í tengslum við gerð fjár­hags­áætl­unar 2021 um ábendingar, tillögur og eða erindi.

Þeir íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Fjallabyggð sem vilja koma með ábendingar, tillögur og/eða erindi er varða fjárhagsáætlun 2021 eru hvattir til að senda þær inn til bæjaryfirvalda  á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is merkt fjárhagsáætlun 2021.

Frestur til að koma með hugmyndir er til 18. október 2020.