Vætusamir dagar framundan

Spáð er mikilli úrkomu næstu daga og eru íbúar Fjallabyggðar hvattir til að hreinsa frá niðurföllum og athuga með dælur í kjöllurum þar sem þær eru.

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafa undanfarna daga gert varúðarráðstafanir, hreinsað og undirbúið dælur.

Íbúar skulu hafa samband við Neyðarlínuna 112 ef þörf er á aðstoð vegna flóða.