Stóra upplestrarkeppnin - lokakeppni

Ronja, Amalía og Þormar
Ronja, Amalía og Þormar

Miðvikudaginn 22. mars var lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í Tjarnarborg. Það eru nemendur 7. bekkjar sem taka þátt í keppninni og á miðvikudaginn voru það 9 keppendur frá Grunnskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurskóla sem tóku þátt, en þeir höfðu verið valdir fulltrúar sinna skóla í undankeppnum.

Nemendur lásu í þremur umferðum, fyrst texta úr Sögunni um bláa hnöttinn, síðan ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og í lokaumferðinni fluttu nemendur ljóð að eigin vali. Það var þriggja manna dómnefnd sem sá um að meta frammistöðu nemenda.

Hátíðin var mjög vel heppnuð og sannkölluð menningarhátíð þar sem nemendur stóðu sig allir með mikilli prýði.

Í 1. sæti varð Amalía Þórarinsdóttir úr Grunnskóla Fjallabyggðar, í 2. sæti varð Ronja Helgadóttir úr Grunnskóla Fjallabyggðar og í 3. sæti varð Þormar Ernir Guðmundsson úr Dalvíkurskóla.

Myndir frá keppninni.