Reitabókin kynnt í Alþýðuhúsinu

Reitir
Reitir

Föstudaginn 16. desember sl. var Reitabókin kynnt í Alþýðuhúsinu við mikla ánægju viðstaddra.

Hrönn Hafþórsdóttir, forstöðumaður, bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar tók við bók að gjöf til bókasafns Fjallabyggðar, en þar er nú að byggjast upp allnokkuð safn bóka sem Reitir hafa fært bókasafninu að gjöf.

Hægt er að koma í Alþýðuhúsið í dag 20. desember og á morgun þriðjudag 21. desember milli kl. 14.00 - 17.00 til að tryggja sér eintak. Bókin er vönduð og glæsileg jólagjöf og kostar kr. 4.750 kr.