Engin fjölskyldumessa á sunnudag

Í aðventu- og jóladagskrá Fjallabyggðar sem borin var í hús nú í vikunni er sagt að Fjölskyldumessa sé í Siglufjarðarkirkju á sunnudaginn kl. 14:00.  Það mun ekki vera rétt en aðventuhátíð verður í kirkjunni kl. 20:00.  Beðist er velvirðingar á þessum mistökum við vinnslu dagskrárinnar.

Dagskrá Siglufjarðarkirkju á aðventunni er sem hér segir:

29. nóvember kl. 11:15: Barnastarf í Siglufjarðarkirkju (m.a. piparkökumálun)
29. nóvember kl. 20:00: Aðventuhátíð í Siglufjarðarkirkju
1. desember kl. 14:15: Samvera á Dvalarheimili aldraðra, Skálarhlíð, á Siglufirði
6. desember kl. 11:15: Barnastarf í Siglufjarðarkirkju (jólaföndur)
8. desember kl. 14:15: Samvera á sjúkrahúsinu á Siglufirði
15. desember kl. 14:15: Samvera á Dvalarheimili aldraðra, Skálarhlíð, á Siglufirði
24. desember kl. 17:00: Aftansöngur jóla í Siglufjarðarkirkju
25. desember kl. 14:00: Hátíðarguðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju
25. desember kl. 15:15: Helgistund á sjúkrahúsinu á Siglufirði
31. desember kl. 17:00: Aftansöngur í Siglufjarðarkirkju