Endurskoðuð fjárhagsáætlun

Á bæjarstjórnarfundi í gær kynnti bæjarstjóri endurskoðaða fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2008. Helstu breytingar frá fyrri áætlun voru:    Heildartekjur voru áætlaðar 1.559 milljónir kr. en verða í endurskoðaðri áætlun 1.556 milljónir. Lækkun um 3 mkr.

Heildargjöld voru áætluð 1.472 milljónir kr. en verða í endurskoðaðri áætlun 1.540 milljónir. Hækkun upp á 68 mkr.

Fjármagnsliðir voru áætlaðir 16 mkr. nettó í tekjur en verða í endurskoðaðri áætlun neikvæðir um 195 mkr. sem er 211 mkr. viðsnúningur.

Rekstrarniðurstaða sjóða sveitarfélagsins var áætlað 104 mkr. í tekjur umfram gjöld en í endurskoðaðri áætlun er gert ráð fyrir 178 mkr. gjöldum umfram tekjur. Viðsnúningurinn er að stærstum hluta vegna verðbótabreytinga.

Í endurskoðaðri fjárhagsáætlun hækka fjárfestingahreyfingar um tæpar 26 mkr.

Breytingar þessar koma til að ýmsum þáttum, svo sem vegna vanáætlunar og meðvitaðar ákvarðanir bæjarstjórnar um að gefa í á árinu og hafa þetta ár „ár framkvæmda“. Ákveðið var að fara í umfangsmiklar gatnagerðarframkvæmdir og í viðhald eigna.
Þrátt fyrir þetta þá hefur þessi breyting ekki veruleg áhrif á handbært fé sveitarfélagsins miðað við upphaflega áætlun sem gerði ráð fyrir 366 mkr. í handbær fé í árslok en í endurskoðaðri áætlun sem hér er kynnt er gert ráð fyrir 354 mkr. eða 12 mkr. breyting.

14. október 2008
Þórir Kr. Þórisson