Endurnýjun húsaleigubóta frá Fjallabyggð.

Um áramót þarf að endurnýja allar umsóknir um húsaleigubætur, sbr. 4. gr. reglugerðar um húsaleigubætur nr. 118 frá 2003.  Umsækjendum er bent á að nálgast umsóknareyðublöð á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar á Ólafsfirði og á Siglufirði eða á heimasíðu sveitarfélagsins, http://fjallabyggd.is/is/page/husaleigubaetur/ Þeir sem áður hafa skilað skattskýrslu ársins 2008 og/eða leigusamningi vegna núverandi húsnæðis þurfa ekki að gera það aftur.  Önnur gögn þurfa að fylgja í samræmi við umsóknareyðublað.  Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 16. janúar 2009.

Félagsþjónusta Fjallabyggðar.