Endurgerð skólalóða Grunnskóla Fjallabyggðar

Í sumar verður ráðist í 1. áfanga endurgerðar á skólalóð Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig endurgerð skólalóðarinnar er skipt í þrjá áfanga.

Grunnskóli Fjallabyggðar í Ólafsfirði
Í fyrsta áfanga, sem afmarkaður er með appelsínugulri punktalínu á myndinni er áætlað að endurgera svæðið næst skólahúsinu að framan og norðan að íþróttahúsi. Áfangi 2 er merktur með gulri punktalínu og síðasti áfanginn, áfangi 3 með rauðri.

Í sumar verður unnið að 2. áfanga endurgerðar skólalóðar Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði. Síðastliðið sumar var lokið við 1. áfanga. Á meðfylgjandi mynd er 2. áfangi merktur með gulri punktalínu og er um að ræða stærsta hluta skólalóðarinnar. 3. áfangi er auðkenndur með rauðri punktalínu en hann verður ekki unninn í sumar. 

Grunnskóli Fjallabyggðar á Siglufirði

 

Yfirlitsmyndir til útprentunar (pdf)

Grunnskólinn í Ólafsfirði, endurgerð skólalóðar.

Grunnskólinn á Siglufirði, endurgerð skólalóðar.