Eldbarnið fyrir nemendur á miðstigi Grunnskóla Fjallabyggðar

Leiksýningin Eldbarnið
Leiksýningin Eldbarnið

Í hádeginu í dag, þann 5. október, sýndi Möguleikhúsið leikritið Eldbarnið í Menningarhúsinu Tjarnarborg fyrir nemendur á miðstigi Grunnskóla Fjallabyggðar. Var þetta liður í barnamenningarverkefninu List fyrir alla.

Leikritið fjallar um mannlífið í kjölfar Skaftárelda og Móðuharðinda og eru atburðirnir skoðaðir út frá sjónarhóli ungrar stúlku, henni Sólveigu.

Hvernig bregst hún við þegar veröldin umturnast vegna ógnvænlegra náttúruhamfara ?

Eftir gríðarlega jarðskjálfta verður stórt eldgos og skömmu seinna steypist hraunstraumur ofan af hálendinu. Sólveig og móðir hennar verða að flýja upp í fjallshlíð, þaðan sem þær horfa á bæinn sinn fara undir hraun. Við tekur ný og gjörbreytt tilvera, flótti og leit að húsaskjóli. Sólveig lendir í ævintýralegum aðstæðum sem hljóma fjarstæðukenndar fyrir íslensk börnum í dag en voru raunverulegar á þessum tímum.

Höfundur leikverksins er Pétur Eggerz og leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir. Leikarar voru þau Alda Arnardóttir, Andrea Ösp Karlsdóttir og Pétur Eggerz

Óhætt er að segja að leikritið hafi vakið almenna gleði og áhuga meðal nemenda.

Eldbarnið  Eldbarnið

Eldbarnið  Möguleikhúsið