Eitt tilboð barst í endurnýjun á Leikskálalóð

Leikskólinn Leikskálar
Leikskólinn Leikskálar

Fjallabyggð hefur opnað tilboð í 1. áfanga endurnýjunar á leikskólalóðinni á Leikskálum á Siglufirði. Eitt tilboð barst sem var aðeins yfir kostnaðaráætlun.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði frá Sölva Sölvasyni ehf. sem hljóðaði upp á 10.864.900 kr, en kostnaðaráætlun var 10.286.000 kr.