Eimur - stofnfundur

Fundurinn verður í Hofi Akureyri
Fundurinn verður í Hofi Akureyri

Boðað hefur verið til stofnfundar vegna samstarfsverkefnis á Norðausturlandi sem hefur fengið nafnið Eimur. Verkefninu er meðal annars ætlað að styðja við og stuðla að margskonar nýsköpun, aukinni sjálfbærni samfélaga á svæðinu og fjölnýtingu á Norðausturlandi.
Fundurinn verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi Akureyri, fimmtudaginn 9. júní kl. 13:00.

Skráning er hafin og fer fram hér: https://goo.gl/ApYwOu

Dagskrá:
Setning
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Hvað er Eimur?
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings.

Mikilvægi nýsköpunar - reynslan úr sjávarútvegi
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.

Fjölnýting og rafbílavæðing
Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs.

Sóknarfæri í markaðssetningu Norðausturlands
Hjalti Páll Þórarinsson frá Markaðsstofu Norðurlands.

Orkutengd nýsköpun
Sunna Ólafsdóttir Wallevik frá NMÍ.

Nýting náttúruauðlinda til verðmætasköpunar
Fida Abu Libdeh framkv.stj. Geosilica.

Tækifæri í sjálfbærri ferðaþjónustu
Fulltrúi Norðursiglingar.

Hvernig tökum við næstu skref saman?
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Íslenski ferðaklasinn

Undirskrift samstarfssamnings.

Boðið verður upp á kaffiveitingar að fundi loknum.


Nánari upplýsingar á www.eimur.is