Dósamóttakan færð

Dósamóttakan í Ólafsfirði hefur ekki verið opin síðan um áramót. Mun dósamóttakan opna aftur fimmtudaginn 7. febrúar og verður hún í andyri á Námuvegi 2, í húsnæði Sigurjóns Magnússonar ehf (áður MT-bílar). Nú verður bara opið einu sinni í viku, á fimmtudögum frá kl. 17:00-18:30. Það er Skíðafélag Ólafsfjarðar sem sér um dósamóttökuna.