Dagur íslenskrar tungu í dag

Skáldið og fræðimaðurinn Jónas Hallgrímsson
Skáldið og fræðimaðurinn Jónas Hallgrímsson

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, fæðingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann fæddist árið 1807 og því eru 210 ár frá fæðingardegi hans í dag. Jónas var ekki bara skáld, hann var líka náttúrfræðingur og rannsakaði íslenska náttúru en hann lauk námi sínu í náttúruvísindum frá Hafnarháskóla vorið 1838. Hann var einnig einn af Fjölnismönnum sem störfuðu í Kaupmannahöfn og gáfu út ritið Fjölni, hann þýddi mikið á íslensku og var mikill nýyrðasmiður.

Skólar og stofnanir víðsvegar um Fjallabyggð halda jafnan dag íslenskrar tungu hátíðlegan. Fáni var meðal annars dreginn að húni við leik- og grunnskóla Fjallabyggðar. Ljóðalestur, bókalestur og fleira var æft í tilefni dagsins. Á þessum degi hvetur Mennta- og menningarmálaráðuneytið skólafólk til að vinna verkefni þar sem íslensk tunga er í öndvegi. Börnin í skólanum fengu fjölbreytt verkefni, þau bjuggu til leikrit, botnuðu vísur og völdu sér orð eða spurðu heima um einhver áhugaverð orð og settu á blað. Yngstu nemendur grunnskólans lærðu ljóð sem þau fluttu, lásu og röppuðu. Einnig völdu þau falleg íslensk orð og límdu upp á vegg á fallega tungu.

Dagur íslenskrar tungu