Dagur íslenskrar tungu

Jónas Hallgrímsson
Jónas Hallgrímsson

Í gær var dagur íslenskrar tungu og fæðingardagur skáldsins Jónasar Hallgrímssonar, en hann var fæddur árið 1807.
Jónas var ekki bara skáld, hann var líka náttúrufræðingur og rannsakaði íslenska náttúru en hann lauk námi í náttúruvísundum frá Hafnarháskóla vorið 1838. Jónas hafði mikinn áhuga á móðurmálinu og var ötull við nýyrðasmíði til að forðast tökuorð.
Jónas þýddi meðal annars bók um stjörnufræði og í henni er finna mikinn fjölda nýyrða eins og orðanna reikistjarna og sporbaugur.

Margir skólar og stofnanir víðsvegar um landið halda dag íslenskrar tungu hátíðlegan ár hvert og er Fjallabyggð þar á meðal. Fáni var meðal annars dreginn að húni við leik- og grunnskóla Fjallabyggðar. Ljóðalestur, bókalestur og fleira var æft í tilefni dagsins. Það sem gerði daginn ennþá skemmtilegri var hinn nýfallni snjór vetrarins.