DAGUR ÁBYRGRAR FERÐAÞJÓNUSTU

Íslenski ferðaklasinn auglýsir Dag ábyrgrar ferðaþjónustu.

Þann 6. desember nk. mun dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu fara fram í Veröld – Húsi Vigdísar í Háskóla Íslands.

Fundurinn stendur frá kl. 9:00-11.00

Þar mun Forseti Íslands veita sérstaka viðurkenningu því fyrirtæki sem skarað hefur frammúr á öllum megin sviðum Ábyrgrar ferðaþjónustu.

Megin sviðin eru:

  • Ganga vel um og virða náttúruna
  • Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi
  • Virða réttindi starfsfólks
  • Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið

 

Íslenski ferðaklasinn var stofnaður 12. mars 2015. Stofnun hans markar tímamót og nýbreytni í íslenskri ferðaþjónustu.

Klasasamstarfið er hrein viðbót við þá starfsemi sem unnin er á sviði ferðamála, s.s. eins og hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu og Íslandsstofu, svo dæmi séu nefnd, og kemur ekki í stað þeirra. Þvert á móti mun klasinn stuðla að auknu samstarfi við þessa aðila sem og aðra um land allt. Hér er um að ræða þverfaglegt samstarf sem styrkir og eflir greinina með markvissum hætti.